AUKASÝNINGAR Á STÆLTU STÓÐHESTUNUM
Vegna fjölda áskorana hefur Leikfélag Keflavíkur ákveðið að hafa tvær aukasýningar á Stæltu stóðhestunum. Verða þær föstudaginn 4. júní og sunnudagin 6. júní og hefjast kl. 21.00. Eins og kunnugt er var sýningin valin áhugaleiksýning ársins og sýnd á fjölum Þjóðleikhússins þann 16. maí sl við góðar undirtektir.Til stóð að hafa sýningar laugardaginn 29. maí og sunnudaginn 30. maí en þeim varð að aflýsa á síðustu stundu vegna þess að einn af aðalleikurunum tepptist erlendis og náði ekki heim í tæka tíð. Leikfélaginu þykir mjög leitt að svona skildi hafa farið og biður þá fjölmörgu sem höfðu pantað miða á þessar sýningar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið þeim. Allir þátttakendur leikritsins lofa góðum sýningum og mikilli stemningu þegar Stæltu stóðhestarnir verða sýndir í síðasta sinn næstkomandi föstudags og sunnudagskvöld.