Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aukasýningar á Sex í sveit
Mánudagur 5. janúar 2009 kl. 16:25

Aukasýningar á Sex í sveit



Vegna mikillar eftirspurnar hefur Leikfélag Keflavíkur ákveðið að hafa tvær aukasýningar á hinum geysivinsæla farsa “Sex í sveit” en verkið var frumsýnt í byrjun nóvember og af óviðráðanlegum orsökum þurfti að fella niður áætlaða lokasýningu í desember.

Verkið hefur fengið frábæra dóma og þykja leikarar fara á kostum. Eins og nafn verksins gefur til kynna þá eru sex leikarar sem skipta með sér hlutverkum en þeir eru Arnar Ingi Tryggvason, Albert Halldórsson, Anna Þóra Þórhallsdóttir, Guðný Kristjánsdóttir, Guðrún Ásta Gunnarsdóttir og Gustav Helgi Haraldsson. Leikstjórn var í höndum grínistans Arnar Árnasonar og þýðandi er Gísli Rúnar Jónsson.

Aukasýningarnar verða föstudaginn 9. janúar og laugardaginn 10. janúar og hefjast kl. 20.00. Kaffi Duus býður leikhúsgestum tvo öl á verði eins gegn framvísun aðgöngumiða að sýningu lokinni. Þetta er sýning sem enginn má missa af.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024