Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 15. janúar 2003 kl. 14:45

Aukasýningar á revíunni

Leikfélag Keflavíkur hefur ákveðið að hafa tvær aukasýningar á revíunni „Í bænum okkar er best að vera“ sem sýnd var fram að jólum fyrir fullu húsi. Um 2000 manns hafa séð þessa sýningu en þeir sem hafa ekki komið fá þetta síðasta tækifæri til þess að sjá sýninguna.Aukasýningarnar verða:
föstudaginn 17. janúar kl.20:00
sunnudaginn 19. janúar kl.20:00
Helgina eftir verður frumsýnt splunkunýtt verk eftir Siguringa Sigurjónsson sem leikstýrir einnig. Leikritið heitir „Ráðalausir menn“ og verður frumsýnt föstudaginn 24. janúar. Nánar auglýst síðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024