Aukasýningar á árshátíðarleikritum í kvöld
Hin fjögur fræknu og Hakuna Matata í Grindavík.
Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukasýningum á leikritinum „Hin Fjögur Fræknu“ og „Hakuna Matata“. Sýningarnar verða í sal Grunnskóla Grindavíkur í Iðu, í kvöld, þriðjudaginn 14. apríl klukkan 20:00. Leikritin hafa fengið mjög góða dóma meðal bæjarbúa og leikhúsrýnir Fréttablaðsins gaf sýningunni 5 stjörnur. Þetta kemur fram á vefsíðu Grindavíkurbæjar.
7. og 8. bekkur sýna leikritið Hin fjögur fræknu og er það byggt á samnefndum bókum eftir Francois Craenhals og Georges Chaulet. Í leikritunum segir frá hinum fjórum fræknu, þeim Lastík, Doksa, Dínu og Búffa sem eiga það til að lenda í hinum ýmsum ævintýrum. Í þessu ævintýri segir frá þegar prins Hleifalands, Alexander er rændur og hin fjögur fræknu ákveða að reyna að finna hinn týnda prins.
9. og 10. bekkur sýna leikritið Hakuna Matata en í því koma saman mismunandi Disney persónur sem flestir ættu að þekkja. Þeim hefur verið boðið í afmæli skapara þeirra, Walt Disney og eru þau öll á leið í afmælið þegar þau lenda í hinum ýmsum ævintýrum. Í Hakuna Matata má finna nokkrar uppáhalds persónur margra í Disney heiminum eins og Bósa, Vidda, Tímon, Púmba, Öskubusku og fleiri frábærar persónur.
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson og Hanna Dís Gestsdóttir, ungir Grindvíkingar leikstýra báðum leikritunum