Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Aukasýning á Dirty Dancing í kvöld
  • Aukasýning á Dirty Dancing í kvöld
Mánudagur 24. febrúar 2014 kl. 10:03

Aukasýning á Dirty Dancing í kvöld

– söngleikurinn fær glimrandi móttökur

Vox Arena, sem er leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og NFS, Nemendafélag Suðurnesja, hafa ákveðið að halda aukasýningu á söngleiknum Dirty Dancing í kvöld kl. 20:00 í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Sönguleikurinn var frumsýndur fyrir helgi og hefur verið sýndur alla helgina fyrir nær fullu húsi. Svo vel hefur tekist til að aukasýningin í kvöld var ákveðin strax að lokinni sýningu í gærkvöldi.

Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd sem flestir þekkja. Myndin sló í gegn árið 1987 en sagan gerist sumarið 1963. Í söngleiknum fáum við að kynnast Houseman fjöldskyldunni sem eyðir sumarfíinu sínu á Hótel Kellerman. Leikritið fjallar að mestu um Lillu, yngri systirina og danskennara hótelsins, hinn heita og kvennsama Johnny. Milli þeirra kveiknar funi sem erfitt er að slökkva og þurfa þau að takast á við fordóma , stéttarskiptingu, vina og fjölskyldu vandamál sem og erfiðar ákvaðanir líkt og flest ungt fólk þekkti 1963 og enn í dag árið 2014.

Þetta er orku mikill söngleikur troðfullur af gríni, söng og stórkostlegum dansatriðum.

Rúmlega 40 manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt. Leikstjóri er Gunnella Hólmarsdóttir og danshöfundur er Ásta Bærings.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024