Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aukaleikara vantar á mánudag í Andrews Theater
Trausti Hafliðason mun taka upp senu fyrir nýja stuttmynd í Andrews Theatre á mánudag.
Föstudagur 26. apríl 2013 kl. 13:28

Aukaleikara vantar á mánudag í Andrews Theater

Mánudaginn 29. apríl næstkomandi fara fram tökur á stuttmyndinni 2 Tótar sem Keflvíkingurinn..

Mánudaginn 29. apríl næstkomandi fara fram tökur á stuttmyndinni 2 Tótar sem Keflvíkingurinn Trausti Hafliðason mun leikstýra. Tökur fara fram í Andrews Theater þar sem tekin verður upp margþrúngin sena þar sem tvær aðal söguherjur myndarinnar bregða sér í hlutverk trúða og eru að halda skemmtiatriði fyrir fullan sal af áhorendum.

Til að senan heppnist sem best er þörf á talsverðum fjölda aukaleikara til að sitja út í sal. Tökur hefjast kl. 16:00 og er stefnt á að þeim verði lokið fyrir kl. 18:00. „Þetta er í raun og veru frítt show þar sem þið fáið að horfa á atvinnuleikara í trúða leik og því er þetta ekkert nema skemmtun,“ segir leikstjórinn Trausti í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allir eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessu skemmtilega atriði.