Auglýst eftir tilnefningum til Súlunnar 2007
Menningarráð Reykjanesbæjar auglýsir eftir tilnefningum til Súlunnar menningarverðlauna Reykjanesbæjar og eins eftir umsóknum um styrki til menningarmála árið 2007.
Súlan er veitt tveimur aðilum ár hvert. Annars vegar hópi eða einstaklingi sem hefur unnið vel að menningarmálum í bænum og hins vegar fyrirtæki sem stutt hefur við menningarlíf bæjarins með fjárframlögum eða öðrum hætti.
Menningarsjóður hefur kr. 5.000.000 til ráðstöfunar en kr. 3.450.000 hefur þegar verið ráðstafað í þjónustusamninga við 12 menningarfélög í bæjarfélaginu. Auglýst verður eftir umsóknum í mismuninn.
Umsóknum og tilnefningum skal skilað fyrir 11. ooktóber. Hægt er að sækja rafrænt um styrk með því að smella hér, en tilnefningum til Súlunnar skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa eða í tölvupósti: [email protected]
Mynd úr safni VF: Gríkur Karlsson skipstjóri hlaut Súluna í fyrra fyrir framlag sitt til menningarmála í bænum.
Súlan er veitt tveimur aðilum ár hvert. Annars vegar hópi eða einstaklingi sem hefur unnið vel að menningarmálum í bænum og hins vegar fyrirtæki sem stutt hefur við menningarlíf bæjarins með fjárframlögum eða öðrum hætti.
Menningarsjóður hefur kr. 5.000.000 til ráðstöfunar en kr. 3.450.000 hefur þegar verið ráðstafað í þjónustusamninga við 12 menningarfélög í bæjarfélaginu. Auglýst verður eftir umsóknum í mismuninn.
Umsóknum og tilnefningum skal skilað fyrir 11. ooktóber. Hægt er að sækja rafrænt um styrk með því að smella hér, en tilnefningum til Súlunnar skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa eða í tölvupósti: [email protected]
Mynd úr safni VF: Gríkur Karlsson skipstjóri hlaut Súluna í fyrra fyrir framlag sitt til menningarmála í bænum.