Auðunn blaðasali óskaði þess innilega að fá Víðistreyju
Knattspyrnufélagið Víðir Garði gaf Auðuni Gestssyni Víðistreyjuna en Auðunn hafði óskað þess innilega að eignast treyjuna. Greint er frá þessu á Facebook síðu knattspurnufélagsins.
Auðunn sló Íslandsmet sl. sunnudag þegar hann var fyrsti Íslendingurinn sem nær 80 ára aldri með Downs syndrome.
Knattspyrnufélaginu þykir afar vænt um að honum þyki vænt um félagið sitt og að eiga svona frábæran stuðningsmann sé ómetanlegt.
Hér að neðan má sjá færsluna frá Facebook síðu Víðis.