Auðkennismerki 40 ára Grindavíkurbæjar
Grindavíkurbær heldur upp á 40 ára kaupstaðarafmæli í ár en afmælisdagurinn er 10. apríl næstkomandi. Haldið verður upp á sjálfan afmælisdaginn með pompi og prakt en afmælið teygir sig yfir allt á árið. Hannað hefur verið afmælis-auðkennismerki (lógó) með lárviðarkransi, sem er tákn fyrir sigur og langvarandi velgengni og hafurinn er tákn frjóseminnar.
Höfundur auðkennismerkisins er Gunnar Júlíusson, grafískur hönnuður.