Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Auddi og Steindi með NFS snappið
Miðvikudagur 17. febrúar 2016 kl. 14:35

Auddi og Steindi með NFS snappið

Þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. eru kynnar á Hljóðnemanum sem fram fer í kvöld. Þeir félagar eru einnig með NFS snapchatið (nfssnapp) í dag þar sem þeir slá á létta strengi. Söngkeppnin Hljóðneminn hefst klukkan 19:00 í Stapanum kvöld og er öllum heimilt að mæta.

Alls er 14 þátttakendur sem koma fram auk fjölda skemmtiatriða. Danskompaní mun m.a. sýna listir sínar. Dómarar keppnarinnar eru ekki af verri endanum en þau María Ólafsdóttir, Björgvin Ívar Baldursson, Emelía B. Óskarsdóttir og Alda Dís Arnardóttir skipa dómaranefnd Hljóðnemans. Allir eru velkomnir og miðaverð er aðeins kr. 1000 en almenningur borgar við hurð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024