Atvinnulífið á „hold“ í sólmyrkva
Óhætt er að segja að atvinnulíf og skólar hafi stöðvast þegar klukkan átti tuttugu mínútur eftir í tíu í morgun en þá náði sólmyrkvi hámarki. Mikill fjöldi fólks var úti við að fylgjast með honum, ýmist með réttu gleraugun eða önnur tól eins og sérstök „suðugler“. Skólakrakkar fengu öll réttu gleraugun til að fylgjast með sólmyrkvanum.
Birta datt niður þegar sólmyrkvinn var í algleymi en aðstæður voru frábærar, logn og blíða og nærri heiðskýrt á himni.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ þar sem fjölmargir vinnustaðir hafa aðsetur. Fólk fór út á svalir á 5. hæð og naut þessa skemmtilega fyrirbæris.