Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Áttugasta jólablað Faxa komið út
Haraldur Helgason formaður málfundafélagsins Faxa tekur við 1. tbl. 80. árg. 2020 Faxa frá Svanhildi Eiríksdóttur ritstjóra og Eysteini Eyjólfssyni formanni blaðstjórnar.
Mánudagur 21. desember 2020 kl. 10:15

Áttugasta jólablað Faxa komið út

Óslitin útgáfa í 80 ár.

Tímaritið Faxi, sem málfundafélagið Faxi gefur, út fagnar 80 ára afmæli í dag, mánudaginn 21. desember. Tímaritið á óslitna útgáfusögu og hafa útgefendur frá upphafi verð fylgt stefnu sem sett var fram á fyrstu forsíðu blaðsins um að leggja áherslu á menningar- og framfaramál á Suðurnesjum.

Málfundafélagið Faxi var stofnað af valinkunnum Keflvíkingum 10. október 1939 aðeins tæpum mánuði eftir byrjun seinni heimstyrjaldarinnar. Þegar á fyrsta starfsári vaknaði áhugi Faxafélaga á því að efna til blaðaútgáfu til að skapa vettvang fyrir skrif og umræður um framfara- og menningarlíf á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valtýr Guðjónsson, ritstjóri blaðsins, rammaði inn erindi tímaritsins Faxa í eftirfarandi skrifum í fyrsta tölublaðinu sem kom út þann 21. desember 1940. ,,Það sem vakir fyrir Málfundafélaginu Faxa í Keflavík er það ræðst í þessa útgáfu er meðal annars þetta: „Sú þögn sem ríkir um menningar- og framfaramál þessa héraðs bæði utan þess og innan er óréttmæt og óholl. Héraðsbúum sjálfum þarf að gefast kostur á að fylgjast með því hvað er að gerast í þeirra fjölmenna og athafnasama héraði. Þeir þurfa að skilja og meta það sem þegar hefur áunnist fyrir átök margra og merkra manna. Þeir þurfa að koma auga á hina margháttuðu möguleika til stærri átaka í framtíð á sviðum menningar og framfara.“

Leitast hefur verið að fylgja þessum leiðarljósum og stuðningur einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur gert Faxafélögum kleift að segja og skrá sögu Suðurnesjamanna samfleytt í 80 ár í tímaritinu Faxa sem fagnar 80 ára útgáfuafmæli í dag, 21. desember.

Þau 541 tölublöð sem gefin hafa verið út af Faxa eru ein haldbærasta sögulega heimildin um Suðurnesin síðustu 80 árin og má finna þau á stafrænu formi á timarit.is. Þannig hefur Suðurnesjamönnum, og þeim sem vilja fræðast um Suðurnesin, verið tryggt aðgengi að þessum heimildum.