Áttu sögulega mynd af Stapanum?
– Haldið upp á 50 ára afmæli Stapa um helgina.
Hljómahöll er að fara halda upp á 50 ára afmæli Stapa næstkomandi sunnudag, 25. október. Nú er verið að safna gömlum myndum frá Stapa sem á að sýna í veislunni.
Á fésbókinni eru bæjarbúar spurðir hvort þeir lumi á myndum af Stapa í gegnum tíðina.
Hægt er að koma með myndir í afgreiðsluna í Rokksafni Íslands þar sem þær eru skannaðar inn.
Ef myndirnar eru á stafrænu formi er hægt að senda okkur á [email protected]
Meðfylgjandi mynd er úr fórum Viðars Kristjánssonar.