Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Áttu ísbjarnarsögu?
Fimmtudagur 23. júlí 2020 kl. 07:00

Áttu ísbjarnarsögu?

Þjóðminjasafn Íslands safnar frásögnum um ísbirni

„Ísbjarnarsögur“ er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mundir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís 2019-2021.

Spurningaskránni er svarað á vefsíðu menningarsögulega gagnasafnsins Sarpur, https://www.sarpur.is/Spurningaskra.aspx?ID=2083958. Þær frásagnir sem berast verða varðveittar um ókominn tíma og gerðar öllum aðgengilegar, nema annað sé tekið fram. Nöfn heimildarmanna birtast ekki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

(Mynd © Snæbjörnsdóttir/Wilson 2018)