Áttu hæfileikaríkan ungling?
– í 8. – 10. bekk á Suðurnesjum
Hæfileika- og söngkeppni Samsuð (Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) verður haldin föstudaginn 5. desember næstkomandi í Stapanum í Reykjanesbæ. Býr unglingurinn þinn yfir þeim hæfileikum að kunna t.d. að dansa, syngja, galdra, eða eitthvað annað sem gæti vakið eftirtekt? Ef svo er viljum við endilega fá hann til að taka þátt. Í verðlaun verða m.a. iPad, skemmtiferð í gokart, lasertag og fleira. Að auki er Playstation 4 tölva í verðlaun fyrir þá félagsmiðstöð sem ber sigur úr býtum í liðakeppni.
Kynnir verður Auddi Blö og Steindi jr treður upp. Eftir keppnina verður ball með DJ Stinnson úr Rottweiler. Keppnin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.
Nánari upplýsingar hægt að nálgast með því að senda póst á [email protected], [email protected], [email protected], [email protected] eða [email protected].