Átti fyrst Plymouth 55 en dreymir um Tesla
Sigurbjörg Eiríksdóttir í Netspjalli Víkurfrétta
Sigurbjörg Eiríksdóttir á Stafnesi myndi fara með gesti á Stafnesvita, Hvalsneskirkju og umhverfið en ef hún gæti hoppað upp í flugvél þá færi hún til Tælands.
– Nafn:
Sigurbjörg Eiríksdóttir
– Árgangur:
1947
– Fjölskylduhagir:
Mamma, amma og langamma. Á mann, Gunnar B. Sigfússon, sextán barnabörn og 17. á leiðinni og fjögur langömmubörn.
– Búseta:
Heiðarbær í Stafneshverfi.
– Hverra manna ertu og hvar upp alin:
Foreldrar Eiríkur Eyleifsson og Jóna G. Arnbjörnsdóttir. Alin upp í Nýlendu í Stafneshverfi.
– Starf/nám:
Grunnskólinn í Sandgerði. Reykholt í Borgarfirði og MR. Lengst starfaði ég í Veitingadeild Flugleiða, síðar Icelandair. Sat í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar í 12 ár.
– Hvað er í deiglunni?
Ferming hjá barnabarni og skreppa svo hringinn.
– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla?
Ég var fyrirmyndarnemandi í grunnskóla.
– Hvernig voru framhaldsskólaárin?
Mjög gaman landsprófsveturinn minn í Reykholti. Fann mig ekki í MR.
– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Man það nú ekki.
– Hver var fyrsti bíllinn þinn?
Plymouth 55.
– Hvernig bíl ertu á í dag?
Tívolí.
– Hver er draumabíllinn?
Tesla!
– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki?
Hjól.
– Besti ilmur sem þú finnur:
Nýslegið gras.
– Hvernig slakarðu á?
Við að lesa.
– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára?
Bítlarnir.
– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana?
Helgi Björns.
– Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?
Allavega.
– Leikurðu á hljóðfæri?
Nei.
– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig?
Frekar lítið.
– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?
Fréttunum.
– Besta kvikmyndin:
Mamma mia.
– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur?
Yrsa Sigurðar.
– Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?
Elda mat.
– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?
Búa til mat úr því sem öðrum finnst ekki vera til í ískápnum.
– Hvernig er eggið best?
Linsoðið.
– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?
Að vera löt.
– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun:
Fegurð hefur ekkert með útlit að gera, heldur hvaða persónuleika þú hefur að geyma...og hvernig þú lætur öðrum líða.
– Hver er elsta minningin sem þú átt?
Þegar ég gisti hjá ömmu minni í Reykjavík fjögurra ára og var skíthrædd við ryksuguna.
– Orð eða frasi sem þú notar of mikið:
Nákvæmlega.
– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu?
1964.
– Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Dulítið dettin.
– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera?
Trump og hætta að vera slík persóna. Biðja hann að fara að ráðum Obama.
– Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð?
Mömmu og pabba og systkinum sem eru farin í Sumarlandið.
– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?
Frekar þungt ár.
– Er bjartsýni fyrir sumrinu?
Já.
– Hvað á að gera í sumar?
Fara í Meðallandið, Eskifjörð, Kópasker og Hvammstanga.
– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?
Stafnesvita, Hvalsneskirkju og umhverfið.
– Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ...
Tælands.