Átta útskrifuðust úr fjarnáml við Háskólann á Akureyri
Þann 17. júní sl. var hin árlega háskólahátíð MSS. Að þessu sinni útskrifuðust átta nemendur sem höfðu stundað nám í fjarnámi héðan af Suðurnesjum við Háskólann á Akureyri. Sex útskrifuðust úr viðskiptafræðideild, ein úr leikskólafræði og ein sem grunnskólakennari. Fjarnámið hefur verið sérstaklega vinsælt meðal kvenna og útskrifuðust sjö konur og einn karlmaður að þessu sinni. Að öllu jöfnu eru það einstaklingar sem hafa ekki verið í námi lengi sem telja fjarnámið góðan kost og var meðalaldur hópsins 42 ár.
Skemmtilegt er að segja frá því að Inga Rós Baldursdóttir sem var að útskrifast úr viðskiptafræði er þriðja systirin sem útskrifast í gegnum fjarnám hjá MSS. Hafa þær systur allar nýtt sér fjarnám við HA sem leið til að stunda nám í heimabyggð og með vinnu.
Systurnar Inga Rós viðskiptafræðingur 2010, Bylgja grunnskólakennari 2007 og Elísa viðskiptafræðingur 2005.