Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Átta ára myndlistarkona heldur sína fyrstu einkasýningu
Eldþóra við uppáhaldsverkið sitt á sýningunni en það var sjálfur bæjarstjórinn í Vogum sem festi kaup á þessu glæsilega málverki. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 18. ágúst 2023 kl. 13:43

Átta ára myndlistarkona heldur sína fyrstu einkasýningu

Þessa dagana standa yfir Fjölskyldudagar í Vogum þar sem fjölmargir áhugaverðir viðburðir eru á dagskrá. Ein myndlistarsýning vakti sérstakan áhuga Víkurfrétta en átta ára myndlistarkona, Eldþóra Gísladóttir, opnaði sína fyrstu einkasýningu í gær.

Eldþóra var mjög hamingjusöm með opnunina.

Eldþóra segist hafa málað frá því hún man eftir sér og sækir innblástur í sitt nánasta nágrenni. „Ég hef málað frá því að ég var lítil og lífið mitt hefur orðið betra og betra. Núna er dagurinn þar sem fyrsta myndlistarsýningin mín, í öllu lífinu mínu, er haldin og mér líður rosalega vel og er næstum því búin að fá engan svefn,“ sagði myndlistarkonan við tilefnið en hún segist hafa lagt hart að sér og málað alla daga upp í aðdraganda sýningarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sýninguna prýða fjölmörg listaverk eftir Eldþóru og er lokadagur hennar næstkomandi sunnudag. Sýning Eldþóru er hún opin í dag, föstudag, og á morgun á milli klukkan 14 og 18 og frá 14 til 16 á sunnudaginn.

Þess má geta að málverkin hennar Eldþóru eru til sölu en það var mikið að gera hjá listakonunni ungu í opnuninni því þau ruku flest ef ekki öll út. „Ég á fimm önnur málverk tilbúin ef allar myndirnar seljast,“ sagði Eldþóra og á hún örugglega eftir að þurfa að mála fleiri til að anna eftirspurn.

Foreldrarnir og stóra systir voru ákaflega stolt af listakonunni. Fleiri myndir úr opnuninni má sjá neðst á síðunni.

Viðtal við listakonuna mun birtast í næsta tölublaði Víkurfrétta en Eldþóru er ýmislegt til lista lagt. Hún hefur m.a. leikið í tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Storð við lagið Blue on blue og má sjá það í spilaranum hér að neðan.

Fjölskyldurdagar 2023: Myndlistarsýning Eldþóru Gísladóttur