Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Átt þú sigurmyndina?
Mánudagur 8. september 2014 kl. 14:50

Átt þú sigurmyndina?

Sigurvegari kynntur í næsta blaði VF #ljosanott2014

Nú fer hver að verða síðastur að skila inn mynd í Instagram leik Víkurfrétta og Reykjanesbæjar. Mikill fjöldi mynda hefur borist inn á borð til okkar undir myllumerkinu #ljosanott2014. Ef þú átt góða mynd frá hátíðinni þá er um að gera að merkja hana snöggvast og komast þannig í pottinn.

Hér má sjá myndasafn frá gestum Ljósanætur. Er einhver mynd þarna sem þér líst sérstaklega vel á?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurvegarinn verður kynntur í næsta tölublaði Víkurfrétta þann 11. september. Verðlaunin eru ekki að verri endanum en þau eru að verðmæti tæplega 200 þúsund.

1. verðlaun - Sex mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú að verðmæti 49.990 kr. IdeaTab A7600 spjaldtölva frá Lenovo frá Nýherja að verðmæti 35 þús. Spræk og skemmtileg spjaldtölva sem hentar vel í alla afspilun og leiki.

2.verðlaun - Þriggja mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú að verðmæti 29.990 kr. Árskort í Sundmiðstöð/Vatnaveröld Sunnubraut að verðmæti 22. þús.

3. verðlaun - 15 þúsund kr. inneign í Netto Krossmóa. Eins mánaðar kort í Sporthúsið á Ásbrú að verðmæti 13.990 kr.