Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Atli Már kominn á þröskuldinn hjá Charlie Sheen - Winning
Þriðjudagur 22. mars 2011 kl. 18:26

Atli Már kominn á þröskuldinn hjá Charlie Sheen - Winning

Keflvíkingurinn Atli Már Gylfason er kominn á þröskuldinn hjá Charlie Sheen og gæti með smá heppni orðið starfsmaður þessa heimskunna leikara í þrjá mánuði í sumar. Atli sótti um „lærlingsstöðu“ hjá Charlie Sheen á dögunum. Samtals bárust 75.000 umsóknir. Hraustlega hefur verið skorið niður og nú í þriðju umferð eru 250 umsækjendur eftir og er Alti Már þar á meðal.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Hann auglýsti eftir „Social Media Intern“ á internetinu fyrir tveimur vikum síðan. Ég sótti um ásamt rúmum 75 þúsund öðrum og síðan þá hafa þeir verið að fækka í hópnum. Nú er ég kominn í í þriðju umferð ásamt aðeins 250 öðrum, sem hlýtur að teljast ágætur árangur,“ segir Atli Már á Fésbókarsíðu sinni. „Sá sem „sigrar“ þetta eða er valinn kemur til með að starfa við hlið Sheen í þrjá mánuði í sumar á fullum launum,“ segir Atli jafnframt og vonast til að launin séu góð.


Atli Már hefur þurft að leysa verkefni í hverri umferð og svara spurningum, meðal annars um uppruna og fyrri störf. Charlie Sheen virðist greinilega líka það að Atli er frá Íslandi og fyrri störf hans eru meðal annars á Víkurfréttum. Næsta verkefni verður að setja myndskeið á YouTube sem mun verða metið fyrir næsta niðurskurð. Atli Már þekkir vel til leikarans og er með marga af hans „frösum“ á hreinu sem vonandi hjálpar Atla að ná enn lengra í umsóknarferlinu - og jafnvel alla leið? Winning!