Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Atlavík ´84 var ægilegt fjör
Arnar Ingi Tryggvason.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
laugardaginn 3. ágúst 2019 kl. 16:00

Atlavík ´84 var ægilegt fjör

Arnar Ingi Tryggvason er 32 ára Keflvíkingur og starfar hjá UPS. Hann er mikill lífskúnstner og sinnir auk hraðsendingastarfsins embætti varaformanns Rt-10 ásamt hefðbundnum fjölskyldustörfum. Arnar er kassavanur og léttur á fóðrum.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
„Það er algjörlega óráðið, sennilega reynir maður að skottast út á land og liggja í tjaldi.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín?
Ja hérna, ég man ekki hvað ég gerði í gær, hvað þá einhverja helgi í fyrndinni. Skjótum bara á Atlavík '84, skilst það hafi verið ægilegt fjör.“

Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina? 
„Það sama og allar aðrar helgar, góða skapið.“