Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 13. ágúst 1999 kl. 11:54

ATHYGLIVERÐ MYNDLISTARSÝNING Í HINU HÚSINU

Þorbjörg Magnea Óskarsdóttir, Tobba, heldur málverkasýningu í Hinu Húsinu, Aðalstræti 2, Reykjavík og stendur sýningin til 22. ágúst nk. Þar sýnir hún 20 olíumálverk. Þetta er önnur einkasýning Tobbu, en hún er 24 ára búsett í Reykjanesbæ. Þorbjörg er sjálfmenntuð í list sinni og hefur málað olíumyndir frá 16 ára aldri. Myndirnar á sýningunni eru málaðar á síðustu tveimur árum og eru þær flestar til sölu. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 08:00 til 18:00 til 22. ágúst. Athugið að ekki er opið um helgar. Hér er um mjög athygliverða sýningu að ræða hjá þessari ungu myndlistarkonu og hefur sýningin fengið mjög góða dóma. Aðgangur er ókeypis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024