Ástin og Lífið í bíósal Duushúsa
Sýningin Ástin og lífið verður sýnd í Bíósalnum í Duushúsum laugardaginn 7. september. Þetta sérstaka verk er tileinkað ástinni og lífinu og túlkað með ljósum, tónlist og sögum. Þrír listamenn taka þátt í uppsetningunni, Sigurborg Kr. Hannesdóttir sagnakona, Birgir Sigurðsson ljósalistamaður og Tatu Kantomaa tónlistamaður. Efni sýningarinnar er sótt á Suðurnesin og m.a. má nefna að Rauðhöfði kemur þar við sögu.Sögustundirnar verða þrjár á laugardeginum kl. 16.00, kl. 18.00 og kl. 20.00. Hver þeirra stendur yfir í u.þ.b. hálftíma og er ókeypis inn.