Ásta Páls opnar myndlistarsýningu í dag
Myndlistarkonan opnar sýningu á Sandgerðisdögum kl.17 í dag
Ásta Pálsdóttir myndlistarkona heldur sýningu í Listatorgi í Sandgerði og mun hún opna kl.17 í dag. Verða ný og gömul vatnslistaverk til sýnis, en Ásta hefur mest notað vatnsliti í sinni listsköpun. Viðfangsefnið er langoftast íslensk náttúra en hún veitir Ástu innblástur. Verk Ástu hafa verið vinsæl meðal Suðurnesjamanna í gegnum tíðina og hafa vatnslitaverkin sérstaklega fengið góða umsögn. Aðspurð segist Ásta ekki vera komin með leið á myndlistinni en hana hefur hún stundað í 40 ár.