Ásta Árnadóttir sýnir í Byggðasafninu
Ásta Árnadóttir opnar myndlistarsýningu sína þann 26. ágúst næst komandi í Byggðasafninu á Garðskaga. Þetta verður 12. einkasýning Ástu sem vinnur eingöngu með vatnsliti.
Ásta lærði meðal annars hjá Kurt Zíer og Þorvaldi Skúlasyni í Handiða- og myndlistarskóla Íslands.
Sýningin stendur til 8. september og er aðgangur ókeypis.




