Ásta Árnadótir gefur legudeild HSS gjöf
Listakonan Ásta Árnadóttir kom færandi hendi á HSS á dögunum og færði legudeildinni að gjöf vatnslitamynd eftir sig. Ástu fannst myndin eiga vel heima innan veggja HSS, en hún sýnir verkamenn í vinnu við að helluleggja og heitir myndin „Hafnargatan í meðferð“.
Þetta er skemmtileg mynd og nafnið táknrænt og höfðar vel til þeirrar starfsemi sem fer fram innan veggja HSS. Hún mun örugglega gleðja augu gesta og gangandi innan stofnunarinnar um ókomin ár.
Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu listaverksins.