Ásmundur leikur "ljósalagið" fyrir leikskólabörn
Ásmundur Valgeirsson, höfundur "Velkomin á Ljósanótt" mætti me gítarinn á leikskólann Gimli í morgun og spilaði sigurlagið og nokkur önnur fyrir börnin á leikskólanum. Mikil gleði var á leikskólanum og börnin tóku undir í viðlaginu og mátti heyra sönginn út á götu.Ásmundur verður aftur á ferðinni á Gimli eftir hádegi og spilar þá fyrir börnin sem mæta á leikskólann á hádegi. Í samtali við Víkurfréttir sagði Ásmundur að "bókanir fari hægt af stað" en fyrirhugað væri að spila lagið fyrir vistfólk á Hlévangi á Ljósanótt. Aðrir leikskólar hafi ekki verið í sambandi, enda segir Ásmundur að Gimli eigi í sér hvert bein, þar sem hann hafi verið á Gimli sem patti.