Ásmundur Ernir íþróttamaður Mána 2013
Ásmundur Ernir Snorrason var valinn íþróttamaður Mána 2013 á aðalfundi félagsins sem haldinn var miðvikudaginn 20 nóvember síðastliðinn. Ásmundur náði mjög góðum árangri á árinu og þar má helst telja að hann varð tvöfaldur Íslandsmeistari á Íslandsmótinu sem haldið var á Akureyri í sumar. Hann varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði og samanlögðum fimmgangsgreinum. Einnig náði hann silfri í fimmgangi.
Tvær efnilegar hestaíþróttastúlkur hlutu árangursverðlaun fyrir mjög góðan árangur á árinu:
Jóhanna Margrét Snorradóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur og einnig Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir.
Þess má til gamans geta að Ásmundur Ernir og Jóhanna Margrét eru systkyni og Gyða Sveinbjörg er frænka þeirra.