Ásmundur Björnsson heiðraður í Sandgerði
Fjölmenni var við 1. maí hátíðarhöld í Sandgerði í dag. Boðið var upp á dagskrá í samkomuhúsinu í Sandgerði.Meðal annars var Ásmundur Björnsson, gamall Sandgerðingur, heiðraður fyrir störf sín að félagsmálum og verkalýðsmálum.
Í kvöld voru svo tónleikar Karlakórs Keflavíkur í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Aðsókn var ekki mikil en tónleikarnir þóttu takast vel.
Í kvöld voru svo tónleikar Karlakórs Keflavíkur í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Aðsókn var ekki mikil en tónleikarnir þóttu takast vel.