Ási sýnir í Flóa
Ásmundur Friðriksson, þingmaður opnar myndlistarsýningu í Flóa 26. maí nk. í tilefni af Fjöri í Flóa dagna 27.-29. maí. Ásmundur fagnaði sextugsafmæli fyrr á árinu og setti upp sýningu af því tilefni. Hann hefur sýnt myndirnar bæði í Grindavík og í Vestmannaeyjum.
Við opnun sýningarinnar mun Páll Rúnar Pálsson, söngvari flytja nokkur lög við undirleik Ólafs Sigurjónssonar. Sýningin verður opin kl. 13-18 sýningardagana.