Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ási bauð eldri borgurum í rjómavöfflur
Mánudagur 18. desember 2017 kl. 06:00

Ási bauð eldri borgurum í rjómavöfflur

Ásmundur Friðriksson alþingismaður og Sigríður Magnúsdóttir eiginkona hans hafa árlega boðið eldri borgurum í Garði í vöfflukaffi sem fjölmargir hafa þegið.
 
Siðurinn komst á árið 2009 en fyrstu árin buðu þau hjón gestum á heimili sitt í Garði. Eftir að Ási og Sigga fluttu úr Garðinum hefur vöfflukaffið verið haldið í húsi félagsstarfs eldri borgara í Garði við Heiðartún í Garði.
 
Tugir gesta mæta árlega í veisluna þar sem boðið er upp á vöfflur með rjóma, heitt súkkulaði og bakkelsi ýmis konar. Í ár mættu tveir aðstoðarmenn með Ásmundi og Sigríði í veisluna. Það voru þeir Haraldur Helgason og Ísak Ernir Kristinsson sem sáu um að þeyta rjómann og hita súkkulaðið.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í veislunni í félagsstarfinu í Auðarstofu í Garði.



 
 
 
 
 
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024