Ásgeir Már á bakvið myndavélina
Í myndatexta með myndum frá busaballi Fjölbrautaskóla Suðurnesja í síðasta tölublaði Víkurfrétta var farið rangt með nafn þess ljósmyndara sem tók myndirnar á dansleiknum. Myndasmiðurinn var Ásgeir Már Ásgeirsson en hann er ljósmyndari Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Beðist er velvirðingar á mistökunum.