Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 28. október 1999 kl. 11:22

ÁSGEIR HELGI JÓHANNSSON SKRIFAR: VERSTI ÓSIÐUR UPPKOMINNA KYNSLÓÐA!

Núna fyrir stuttu síðan lauk viku sem bar heitið „Evrópa gegn krabbameini‰, í henni fólst átaksverkefni með það að leiðarljósi að upplýsa ungt fólk um reykingar og hætturnar sem að fylgja þeim. Það er ekki af ástæðu lausu að svona verkefni er hleypt af stokkunum heldur brýnni nauðsyn. Það er með öllu óskiljanlegt að í eins vel upplýstu þjóðfélagi og Ísland er, að það skuli freista unglinga að fremja hægt og rólega sjálfsmorð með ávana sem ekki er einn einasti tilgangur með og erfitt er að losna undan. Það að byrja að reykja er ekki eitthvað sem að þú getur réttlætt fyrir þeim sem að þykja vænt um þig án þess að ljúga og þá einnig með því að ljúga að sjálfum þér. Það er nefninlega þannig að í hvert skipti sem að þú telur upp einhverja kosti við það að reykja þá er það ekkert annað en sjálfsblekking, því að innst inni veist þú betur. Skaðsemi reykinga ætti ekki að þurfa að tyggja ofaní hálffullorðið fólk með sífelldum misskemmtilegum áróðri. Með reynslu kynslóðanna ættir þú að geta vegið og metið hvað þú kýst frekar. Reykingar eða heilsuleysi. Eins og heilsuleysi væri ekki nógu mikil ástæða til að byrja ekki, þá er þetta ekki ódýr ávani. Sígarettupakkinn er dýr og hann verður bara dýrari þegar fram líða stundir. Það mun einnig kosta þig mikinn pening að reyna að hætta því að þær meðferðir sem í boði eru kosta líka pening, svo ekki sé minnst á allar þær dýru og oft á tíðum sársaukafullu aðgerðir sem fylgja krabbameini og öðrum skjúkdómum sem eru afleiðingar reykinga og sjúkdómarnir eru margir. Heilbrigt samfélag er mun farsælla en óheilbrigt, reykingarfólk er í flestum tilfellum verri starfskraftur af þeirri einföldu ástæðu að þau reykja. Þau taka fleiri pásur, eiga erfiðar með að einbeita sér, verða oftar veik og vegna hættulegra sjúkdóma eiga þau oft styttri starfsaldur að ekki sé talað um styttri aldur almennt. Þegar öllu er á botninn hvolft og litið er á kosti og galla þá virðist þetta liggja í augum uppi, ofan talið er ekki eitthvað sem að þið hafið ekki séð eða heyrt áður og þetta er ekki eitthvað sem að erfitt er að skilja. Staðreyndin er sú að það er mun auðveldara að byrja ekki að reykja, heldur en að hætta að reykja um það eru ógrynni dæma. Ef þú byrjar að reykja ert þú aðeins að lítilsvirða sjálfan þig. Hvernig sem á það er litið þá hafa reykingar enga kosti umfram þá galla og þann viðbjóð sem þeim fylgir. Og það er synd ef að mest upplýsta kynslóðin sem Ísland hefur alið af sér ætlar að halda uppi versta ósið fyrri kynslóða. Ásgeir Helgi Jóhannsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024