Ásdís Friðriksdóttir sýnir olíumálverk á Kaffitári
Ásdís Friðriksdóttir heldur sýna fyrstu einkasýningu á Kaffitári í Njarðvík en sýningin opnar kl.15, laugardaginn 8. ágúst og stendur til ágústloka. Verkin eru unnin með olíu á striga og canvas. Myndefnið sækir hún í nánasta umhverfi á Reykjanesi sem hún sér bæði sem hlutbundið og abstrakt.
Ásdís lauk námi af listabraut FB 2003, stundaði nám við Myndlistarskóla Kópavogs og hefur sótt fjölda námskeiða. Þetta er hennar fyrsta einkasýning en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga sl. tíu ár.
Sýningin er opin á opnunartímum Kaffitárs, sjá www.kaffitar.is