Ásbrúardagurinn í myndum
– þúsundir í karnivalgleði á Ásbrú
Opinn dagur var haldinn á Ásbrú í Reykjanesbæ í gær, uppstigningardag. Þúsundir gesta lögðu leið sína á karnivalstemmningu í Atlantic Studios. Þar höfðu verið settir upp skemmtilegir kynningarbásar og leiktæki.
Hægt var að kaupa næstum allt milli himins og jarðar, hvort sem það var rjúkandi chili con carne eða svellkaldar ískúlur frá Valdís, CoolAid frá KFUM&K, harðfisksnakk frá Breka í Garði og belgískar vöfflur frá Taekwondo-deild Keflavíkur og svona mætti lengi telja.
Áhersla Ásbrúardagsins var á tækni og vísindi og þar fór Ævar vísindamaður í broddi fylkingar. Einnig voru tæknifræðinemar Keilis með ýmsar tilraunir og sprengingar.
Á útisvæði var svo hægt að grilla sykurpúða og skoða björgunartæki og stórar vinnuvélar.
Myndasafn frá Ásbrúardeginum er hér.