Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Árvekniverkefni gegn heimilisofbeldi einstakt á landsvísu
Dagný Hulda Erlendsdóttir ásamt börnum sínum.
Fimmtudagur 9. janúar 2014 kl. 09:30

Árvekniverkefni gegn heimilisofbeldi einstakt á landsvísu

Sandgerðingurinn Dagný Hulda Erlendsdóttir, blaðamaður hjá Fréttatímanum, gerir upp árið 2013.

Sandgerðingurinn Dagný Hulda Erlendsdóttir, blaðamaður hjá Fréttatímanum, gerir upp árið 2013.

Hvað stóð upp úr í fréttum ársins 2013 á Suðurnesjum?
Árvekniverkefni Lögreglunnar á Suðurnesjum, félagsþjónustunnar, heilsugæslunnar og fleiri gegn heimilisofbeldi sem hófst í byrjun ársins. Átakið er einstakt á landsvísu vegna þess hversu lausnamiðað það er og á án efa eftir að vera öðrum sveitarfélögum til fyrirmyndar í framtíðinni.

Hvaða Suðurnesjamaður var mest áberandi að þínu mati þetta árið?
Nemendur Myllubakkaskóla sem stóðu sig glimrandi vel í samræmdu prófunum í haust.

Hvað var það jákvæðasta sem gerðist á árinu?
Þegar kvikmyndin Ölli var frumsýnd í haust var stofnaður sjóður til að styrkja börn efnaminni fjölskyldna til að stunda íþróttir. Virkilega fallegt framtak hjá fjölskyldu Ölla heitins.

En það neikvæðasta?
Ætli það sé ekki sú staðreynd að slíkan sjóð þurfi til, það er að segja að fátækt sé það mikil að sumir foreldrar geti til dæmis ekki greitt æfingagjöld og keypt búnað fyrir æfingar barna sinna.

Hvað stóð upp úr persónulega hjá þér á þessu ári?
Ég náði tveimur langþráðum markmiðum á árinu – lauk meistaranámi í alþjóðasamskiptum og fékk draumastarfið.

Ætlar þú að strengja áramótaheit?
Já, ég ætla að hlaupa hálft maraþon í sumar og jafnvel að bæta tímann minn um nokkrar sekúndur.

Hvað jákvæðu breytingar viltu sjá á Suðurnesjum á nýju ári?
Að þar blómstri fjölbreytt atvinnulíf.

Hvaða Suðurnesjamanni hefurðu mesta trú á og hvers vegna?
Það er erfitt að velja einhvern einn en ég hef tröllatrú á Suðurnesjamönnum og óska þeim alls hins besta á nýja árinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024