Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Árstíðir í Hljómahöll
Árstíðir.
Mánudagur 20. október 2014 kl. 12:49

Árstíðir í Hljómahöll

Þrjár milljónir hafa séð eitt myndbanda þeirra á Youtube.

Hljómsveitin Árstíðir kemur fram í Bergi í Hljómahöll þann 23. október. Hljómsveitina þekkja flestir fyrir órafmagnaðann hljóðfæraleik og raddaðan söng. Í tónlist þeirra má gæta áhrifa úr ólíkum áttum og hefur hljómur hljómsveitarinnar verið í stöðugri þróun síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið sumarið 2009.

Síðustu árin hefur sveitin leitað út fyrir landsteinana, ferðast um gjörvalla Evrópu og komið fram á ýmsum gerðum tónleikastaða – allt frá vel sóttum tónlistarhátíðum til lestarstöðva.

Eftir sveitina liggja tvær breiðskífur (Árstíðir og Svefns og vöku skil) og ein þröngskífa (Tvíeind) með endurhljóðblandanir ýmissa raftónlistarmanna á lögum þeirra. Þriðja breiðskífa sveitarinnar er væntanleg með haustinu og verða lög af henni í brennidepli á tónleikunum í Hljómahöllinni.

Þess má til gamans geta að Árstíðir hefur ekki spilað í Keflavík síðan 2010 og er það mál sumra að komin sé tími til að endurtaka leikinn. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem er glænýr tónleikasalur í Hljómahöll sem hefur einstaklega góðan hljómburð.

Nánari upplýsingar um viðburðinn hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi er myndband þar sem Árstíðir syngja Heyr himnasmiður á lestarstöð. Myndbandið hefur fengið yfir þrjá milljónir áhorfa.