Árshátíð yngstu nemenda í Myllubakkaskóla
Nemendur í yngstu bekkjum Myllubakkaskóla héldu árshátíð sína í dag í sal skólans Dagskráin sem flutt var af nemendunum sjálfum hófst kl. 14 og heppnaðist mjög vel. Greinilegt var að mikil vinna lá á bakvið hvert atriði og krakkarnir hafa æft vel undanfarna daga. Krakkarnir virtust njóta þess að koma fram og höfðu greinilega gaman af og ekki síður þeir foreldrar sem komu og fylgdust með. Söngur, leiklist, tískusýning og flautuleikur var á meðal þess sem krakkarnir buðu áhorfendum upp á en að því loknu var hægt að nýta sér leiktæki sem komið hafði verið fyrir á göngum skólans. 5. - 7. bekkur heldur svo sína árshátíð í kvöld kl. 19-22 og eru foreldrar einnig velkomnir á hana.