Árshátíð Stangveiðifélags Keflavíkur á laugardag
Árshátíð Stangveiðifélags Keflavíkur verður haldin laugardaginn 21. nóvember í KK-salnum. Þá munu félagar í SVFK gera upp veiðiárið með verðlaunaafhendingum og fjöri.
Húsið opnar klukkan 19:00 með fordrykk. Veislustjórn verður í öruggum höndum Gylfa Jóns Gylfasonar. Ræðumaður kvöldsins er Oddný Guðbjörg Harðardóttir þingmaður. Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari mun sjá um að töfra fram kræsingar úr villtri náttúru landsins. Hið heimsfræga happdrætti verður að sjálfsögðu á sínum stað með fjölda vinninga auk skemmtiatriða að hætti félagsmanna. Hljómsveitin Bara Tveir leikur fyrir dansi. Miðasala verður í sal félagsins mánudagskvöldið 16. nóv. og fimmtudagskvöldið 19. nóv. frá kl. 19:00.-20:00. Miðapantanir eru hjá Óskari í síma 421-4922 fyrir kl. 18 á daginn 27. okt. 2009.
Á myndinni má sjá hluta verðlaunahafa á árshátíðinni í fyrra.