Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 15. mars 2002 kl. 17:49

Árshátíð í Myllubakkaskóla og Holtaskóla í dag

Það hefur verið mikið um prúðbúin börn í bænum í dag vegna árshátíða skólanna, sem báðar tókust mjög vel, það sem af er. Börnin í 1. til 4. bekk í Myllubakkaskóla horfðu á leikritið Bugsy Malone og dönsuðu svo og spiluðu billiard og fótboltaspil fram eftir degi. Krakkarnir í Holtaskóla héldu árshátíðina í ár öll saman, frá sex til sextán ára og gleðin skein úr hverju andliti. Létt kaffihúsastemning var í Holtaskóla þegar ljósmyndari Víkurfrétta leit við þar, en það var dansað í Myllubakkaskóla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024