Árshátíð Holtaskóla tókst með miklum ágætum
Árshátíð Holtaskóla var haldin sl. föstudag þar sem nemendur glöddu foreldra og forráðamenn sína með einkar skemmtilegum atriðum í bæði söng, dans og leik.
Nemendur í 2. bekk voru með söng- og blokkflautuatriði, kór Holtaskóla og 4. bekkingar voru með söngatriði. Nemendur í 6. bekk kynntu þær íþróttir sem þeir hafa áhuga á með leikrænum hætti og 8. bekkingar sýndu myndband ásamt dansatriði. Hljómsveit Holtaskóla tók tvö bráðskemmtileg lög og nemendur í 10. bekk sáu um draugahús líkt og fyrri ár.
Að dagskrá lokinni í íþróttahúsinu fóru nemendur, forráðmenn og starfsmenn skólans inn í Holtaskóla þar sem þeirra beið vegleg veisla í boði foreldra og forráðamanna. Nemendur í oddatölubekkjum sáu um að útbúa skraut og skreyta íþróttahúsið og skólann, að þessu sinni var þema hátíðarinnar „hafið“ og ýmislegt í tengslum við það.
Fleiri ljósmyndir frá árshátíðinni má sjá með því að smella hér.