Árshátíð Grunnskólans í Sandgerði - myndir
Árshátíð nemenda í 1.-6.bekk og fiskadeildar leikskólans Sólborgar var haldin hátíðlega fimmtudaginn 18.mars sl. Þar settu nemendur á svið leikritið Áfram Latibær. Krakkarnir stóðu sig með prýði og sýndu sínar bestu hliðar fyrir fullan sal af fólki. Nemendur í 1.-3.bekk og fiskadeildar sáu um sönginn og nemendur úr 4.-6.bekk sáu um að leika.
Undanfarin fjögur ár höfum við sett á svið eitt stórt leikrit og má þar nefnda Dýrin í Hálsaskógi, Kardimommugerði, Ávaxtakörfuna og nú Latibær. Það hefur gefist vel að vera með eitt leikrit og hefur þetta verið mjög góð æfing fyrir nemendur að koma fram og leika. Það hefur verið alveg ótrúlegt hvað krakkarnir eru dugleg að koma fram fyrir fullu húsi og leggja mikla vinnu á sig við æfingar.
Árshátíð nemenda í 7.-10.bekk var haldin hátíðleg að kvöldi fimmtudagsins 18.mars sl. Mörg skemmtileg skemmtiatriði voru flutt af nemendum og má segja að dansinn hafi verið í meirihluta. Nemendur í 7.bekk sýndu okkur dans og kennaragrín, nemendur í 8.bekk sýndu einnig dans og átkeppni, 9.bekkur sá um að kynna og kveðja 10.bekk sem og að sýna okkur dans, nemendur í 10.bekk sýndu okkur dans og sýndu stuttmynd. Þetta voru glæsileg atriði og sjá mátti að mikill undirbúningur og æfingar höfðu átt sér stað.
Þegar nemendur höfðu lokið við skemmtiatriði tók DJ Heiðar Austmann við og skemmtu nemendur sér frábærlega það sem eftir var kvöldi.