Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Árni vildi næst sjá sölusýningu hjá ungmennunum
Föstudagur 20. apríl 2007 kl. 15:57

Árni vildi næst sjá sölusýningu hjá ungmennunum

Unglingahópurinn ,,Á brautinni" stóð fyrir listasýningu á verkum sínum í 88 Húsinu á Sumardaginn fyrsta. Hópurinn hefur hist einu sinni í viku frá áramótum og lagt fyrir sig hin ýmsu verkefni. Hópurinn samanstendur af nemendum úr 8.-10. bekk í Grunnskóla Njarðvíkur og Myllubakkaskóla og hefur unnið að því að bæta vellíðan sína og efla sjálfstraust. Samtakahópur Reykjanesbæjar stendur á bak við verkefnið og er það hugsað sem forvörn fyrir unglingana.

 

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var viðstaddur opnunina og var hæstánægður með verk grunnskólanemanna og bætti því við að næst vildi hann sjá sölusýningu hjá þeim. Árni bað einnig um að fá að koma í Fjörheima þar sem krakkarnir hittast og fylgjast með tíma hjá þeim. Þau Hilma Hólmfríður Sigurðardóttur og Davíð Óskarsson  hafa leiðbeint krökkunum í Fjörheimum í vikutímunum.

 

VF-myndir/ [email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024