Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Árni Þór er 12 ára „frisbí-kappi“ úr Keflavík
  • Árni Þór er 12 ára „frisbí-kappi“ úr Keflavík
    Litli bróðir, Helgi Matthías, vill stundum fá að vera með.
Föstudagur 5. september 2014 kl. 10:47

Árni Þór er 12 ára „frisbí-kappi“ úr Keflavík

VefTV: Ultimate Frisbee vinsælt á meðal vinanna

Árni Þór Guðjónsson er 12 ára „frisbí-kappi“ úr Keflavík. Hann hefur mikinn áhuga á frisbee og kvikmyndum. Hann hefur verið iðinn við að gera stuttmyndir og frisbee myndbönd, þar sem hann og vinir hans gera svokölluð „trickshot" af löngu færi.

„Ég uppgötvaði frisbee á Youtube, horfði á myndbönd þar sem verið var að gera flókin og virkilega flott skot en þau kallast „trickshot“," segir Árni. Hann segir að Brodie Smith og síða sem kallast „Frisbeesshots 27“ séu fyrirmyndir hans í frisbee heiminum. Sá fyrrnefndi er með rúmlega 700 þúsund fylgjendur á Youtube.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árni og félagar eru stundum lengi að ná skotunum, en ekki alltaf. „Það er mismundandi hvað við erum lengi að hitta skotunum, stundum erum við mjög lengi en það kemur fyrir að við náum því í fyrsta skoti.“ Árni er með tvær frisbee Instagram síður sem hann notar með vinum sínum Bergþóri og Kristjáni, „Frisbeeshots15“ og „A.K.trick_shots“. Frisbeeshots15 er „sponsorað“ af Discstore.com. Árni og Bergþór vinur hans höfðu samband við Discstore, en þú þarft að hafa 500 fylgjendur á Instagram og að hafa keypt einu sinni frisbeedisk af Discstore. „Þeir sögðu að þeir dýrkuðu skotin okkar, við fengum nokkra diska frá þeim, það var gaman,“ sagði Árni.

„Frisbee er orðið mjög vinsælt á meðal krakka á mínum aldri í dag. Ég er nokkuð viss um það að við bjuggum til fyrstu frisbee síðuna á einhverjum samskiptamiðli á Íslandi. Um daginn hélt ég afmæli og fór í frisbee með vinum mínum. Ég leigði íþróttasalinn í Akurskóla og við vorum með myndavélarnar og diskana og við náðum flottum skotum, það var skemmtilegt.“


Hægt er að skoða myndböndin á Instagram síðum þeirra „Frisbeeshots15“ og „A.K.trick_shots“ en einnig á Youtube.com með því að skrifa Random Films Trick Shots.

Árni er einnig mikill áhugamaður um kvikmyndagerð, en hann hefur verið að gera stuttmyndir og sett þær á Facebook síðu mömmu sinnar. Árni hefur horft á kvikmyndir frá því hann var lítill og hann segist horfa á að jafnaði fimm bíómyndir á viku. Hann horfir þó öðruvísi á myndir eftir að áhuginn kviknaði á kvikmyndagerð. „Ég pæli meira í myndunum og ég sé mjög oft villur í þeim. Stundum eyðilegg ég bíómyndirnar fyrir vinum mínum“, sagði Árni. Uppáhalds bíómyndirnar hans eru Kick Ass og Guardians Of The Galaxy en Neil Patrick Harris er einn af uppáhalds leikurum hans.

Árni og vinir hans nota Ultimate Frisbee diska, það er hægt að vera allskyns grip á diskunum, þau eru mörg með mjög skrýtin nöfn. Gripin eru mismunandi erfið og þú drífur mismunandi langt með þeim. Við notum Disccraft Ultrastar, það eru diskarnir sem maður á að nota, það er hægt að kaupa þá á Discstore.com.

Myndir: Eyþór Sæmundsson