Árni Sigfússon fluttur inn
Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitastjórnarkosningar er fluttur í bæinn. Árni og fjölskylda hafa komið sér notalega fyrir í húsi við Heiðargil og segist Árni vera mjög ánægður með staðsetninguna, en útsýni er til fyrirmyndar af anddyriströppum Árna og fjölskyldu og húsið mjög stórt.Árni var þreyttur þegar Víkurfréttir litu inn til hans nú undir kvöld, enda hafa flutningar staðið samfleytt síðan seinni part dags. Árni mun væntanlega fara að einbeita sér mun meira að kosningunum nú, en það styttist óðum í lokasprettinn og nú getur Árni beitt sér sem Reykjanesbæingur. Meðfylgjandi myndir tók Snorri Birgisson af Árna og fjölskyldu nýjustu íbúum bæjarins við flutningin í kvöld.