Árni liðtækur með gítarinn á Ljósanótt
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, er liðtækur með gítarinn sinn. Hann var á ferðinni um allan bæ á Ljósanótt og oftar en ekki var gítarinn með í för. Síðdegis spiluðu Árni og Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi á gítara sína undir skátasöngvum á túninu á mótum Vesturgötu og Vesturbrautar. Í kvöld var Árni síðan í aðalhlutverki þegar bæjarstjórabandið tróð upp á sviðinu við Hafnargötuna.Meðfylgjandi mynd tók Jóhannes Kr. Kristjánsson, nýr blaðamaður Víkurfrétta, af Árna með gítarinn á lofti á skátaslóð í dag. Já! Við eigum okkar Árna með gítar...!