Arnar Már Jónsson Herra-Suðurnes 2002
Keppnin um Herra-Suðurnes var haldin í Stapanum í gærkveldi og var það Arnar Már Jónsson sem sigraði og hlýtur hann því nafnbótina "Herra-Suðurnes 2002" en þess má geta að Arnar var einnig kosinn K-sport strákurinn. Helgi Þór Gunnarsson varð í 2. sæti og Björn Vilberg Jónsson varð í 3. sæti ásamt því að vera valinn ljósmyndafyrirsæta. Strákarnir í keppninni völdu Hilmar Þór Ævarsson vinsælasta strákinn.Þátttakendur í keppninni í ár voru 12 talsins og hlutu þeir ýmsar glæsilegar gjafir að launum. Þá fengu vinningshafar einnig stórglæsilegar gjafir frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Að keppninni lokinni var plötusnúður á staðnum sem spilaði fyrir dansi.