Arnar Dór og Hera Björk slógu í gegn í Keflavíkurkirkju
Gestir gengu út úr Keflavíkurkirkju í gærkvöldi glaðir og komnir í dálítið jólaskap eftir tónleika Heru Bjarkar og Arnars Dórs „Ilmur af jólum“. Mikil stemning var í kirkjunni þar sem alls kyns jólalög voru flutt og sögur sagðar inn á milli.
Tónleikarnir hafa verið árlegir hjá Heru Björk nú í fjögur ár, en nafn tónleikanna tengist fyrstu plötu Heru sem bar sama heiti. Nú í ár flutti hún tónleikana í fyrsta sinn víðs vegar um landið þar sem hún fékk söngvara úr heimabyggð með sér í lið. Arnar Dór er Keflvíkingur í húð og hár og segir það alltaf sérstakt að fá að syngja í Keflavíkurkirkju. „Það er alltaf sérstakt að koma heim.“
Meðfylgjandi myndir af tónleikunum tók Sólborg Guðbrandsdóttir.
Björn Thoroddsen lék á gítar.
Halldór Smárason spilaði á píanó og orgel.