Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Árlegur kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju á sunnudaginn
Þriðjudagur 4. maí 2004 kl. 12:59

Árlegur kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju á sunnudaginn

Hinn árlegi kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju verður næstkomandi sunnudag, 9 maí, og hefst með guðsþjónustu í Kálfatjarnarkirkju kl 14.00. Prestur verður séra Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur. Ræðumaður dagsins verður Þráinn Bertelsson. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Frank Herlufsen. Sérstakir boðsgestir okkar eru þeir sem eiga 50 ára fermingarafmæli frá kirkjunni. Að athöfn lokinni í kirkjunni verður kvenfélagið Fjólan með kaffisölu í samkomuhúsinu Glaðheimum Vogum en allur ágóði af henni rennur í kirkjusjóð félagins. Við hvetjum fólk til að koma eiga með okkur ánægjulega  stund á fallegum stað.
Sóknarnefnd.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024