Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Árlegt jólaball Geimfaranna
Þriðjudagur 23. desember 2014 kl. 10:14

Árlegt jólaball Geimfaranna

Hið árlega jólaball Geimfaranna verður haldið á Salthúsinu í Grindavík laugardaginn 27. desember næstkomandi. Jólaballið er að verða hluti af jólahátíðinni í Grindavík og eru margir sem telja hátíðarnar ekki fullkomnaðar fyrr en þeir komast á ballið með Geimförunum. Þetta kemur fram á vefsíðu Grindavíkurbæjar. 

Grindvíska hljómsveitin Geimfararnir var stofnuð um áramótin 97/98. Þá fékk Árni Björn á Hafurbirninum Almar Þór Sveinsson bassaleikara til að setja saman hljómsveit til að spila þrisvar sinnum yfir hátíðirnar. Hljómsveitin hét hinum ymsu nöfnum en á áramótaballinu poppaði Malli upp með nafnið Geimfararnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Menn héldu að þar með væri þessu ævintýri lokið en svo skall á verkfall sjómanna í byrjun janúar og spiluðu Geimfarar nokkrar helgar í röð á Hafurbirninum. Þar með var boltinn kominn af stað og sér ekki fyrir endann á því.

Liðsskipan hljómsveitarinnar hefur tekið smá breytingum í gegnum tíðina en í dag eru fastir meðlimir Dagbjartur Willardsson söngvari, Sigurbjörn Daði Dagbjartsson söngvari og gítarleikari, Almar Þór Sveinsson bassaleikari og bræðurnir Tómas á gítar og Jóhann á hljómborð Gunnarssynir.

Egill Rafnsson (Rabba í Grafík) mun lemja húðir á þessu balli hið minnsta og Íris „Buttercup“ Kristinsdóttir mun koma fram 3. ballið í röð. Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, sem hefur oft troðið upp með bandinu í gegnum tíðina, mun líka taka nokkur lög.

Sumir Grindvíkingar telja þetta ball á meðal jólahefða en þarna koma saman brottfluttir og búsettir Grindvíkingar og gera sér glaðan dag saman.